Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla óskar eftir starfsmanni í skráningu

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi, auglýsir eftir starfsmanni í skráningu safnmuna. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga og þekkingu á safnastarfi, góð tök á íslenskri tungu og gott tölvulæsi. Um er að ræða framtíðarstarf og er mikilvægt að nýr starfsmaður hafi brennandi áhuga á að læra og tileinka sér þekkingu á innri starfsemi safnsins.

Starfsmaður mun starfa undir stjórn forstöðumanns Byggðasafns- Snæfellinga og Hnappdæla.

Starfshlutfall er 50%.

Hæfniskröfur:

Háskólapróf sem nýtist í starfi æskilegt.

Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.

Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.

Áhugi á sögu og menningu.

Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.

Hreint sakavottorð.                                                                                                    

Reynsla af því að vinna upplýsingar á tölvutæku formi og góð tölvufærni

 

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Ísl. sveitarfélaga.

Starfið er í Stykkishólmi.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun. Umsóknarfrestur er til 05.01.2021

Umsóknum skal skilað til Hjördísar Pálsdóttur forstöðumanns, Hafnargötu 5 eða á netfangið hjordis@norskahusid.is. Nánari upplýsingar veita Hjördís Pálsdóttir sími 865-4516 og Ríkharður Hrafnkelsson mannauðs- og launafulltrúi, rikki@stykkisholmur.is, sími 433-8100.