Grundarfjarðarbær hefur síðustu ár verið með samning við innheimtufyrirtækið Motus vegna innheimtu fasteignagjalda. Með samningi þessum hefur náðst góður árangur, greiðsluhraði aukist og öryggi innheimtu orðið meiri.
 
Ákveðið hefur verið að stíga enn frekari skref í innheimtu gjalda hjá Grundarfjarðarbæ. Frá 1. september mun innheimta annarra gjalda bæjarins einnig fara í gegnum Motus, séu þau ekki greidd innan eðlilegs greiðslufrests. Þetta er í samræmi við Innheimtureglur Grundarfjarðar.

Gert er ráð fyrir að meirihluti greiðenda muni ekki finna fyrir þessari breytingu. Markmið Grundarfjarðarbæjar er að auka öryggi innheimtu og greiðsluhraða með þessari breytingu, auk þess að gæta jafnræðis meðal íbúa.

 

Vonast er til að breytt fyrirkomulag verði til hagsbóta fyrir alla og að viðskiptavinir verði ekki fyrir óþægindum vegna breytinganna. Vakni upp spurningar vegna þessa er viðskiptavinum bent á að hafa samband við bæjarskrifstofu.