Mynd - Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd - Tómas Freyr Kristjánsson

Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir norðurhluta hafnarsvæðis í Grundarfirði

 

Þann 28. september sl., samþykkti bæjarráð Grundarfjarðarbæjar, í umboði bæjarstjórnar, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis í samræmi við 1. mgr. 41. gr. laganna.

Helstu markmið aðalskipulagsbreytingarinnar eru (1) að styrkja Framnes sem svæði fyrir heilsársferðaþjónustu þ.m.t. hótel og aðra þjónustu í bland við hreinlega athafnastarfsemi og íbúðir á hluta svæðisins og (2) að auka svigrúm fyrir hafnsækna starfsemi og bæta umferðarflæði og umferðaröryggi á hafnarsvæðinu. Breytingin er í samræmi við rammahluta aðalskipulags.

Helstu markmiðin með nýju deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðisins er að auka svigrúm fyrir hafnsækna starfsemi, greiða fyrir umferð og gera umferðarleiðir öruggari. Helstu efnisatriði deiliskipulagsins eru að:

  • Auka svigrúm fyrir hafnsækna starfsemi á hafnarsvæði.
  • Lengja Miðgarð og stækka landfyllingu milli Norðurgarðs og Miðgarðs.
  • Bæta innviði til móttöku ferðafólks, s.s. bíla- og rútustæði, gönguleiðir og þjónustubyggingar.
  • Bæta aðstöðu fyrir eldsneytisbirgðir og dreifingu.
  • Auka umferðaröryggi allra vegfarenda á hafnarsvæðinu.
  • Fastsetja lóðarmörk og byggingarskilmála.

Við gildistöku nýs deiliskipulags mun deiliskipulag fyrir Framnes austan Nesvegar falla úr gildi og hluti deiliskipulags fyrir miðsvæði hafnar verður felldur inn í nýtt deiliskipulag.

Skipulagstillögurnar eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.grundarfjordur.is, í ráðhúsinu Borgarbraut 16 og Sögumiðstöðinni á opnunartímum frá 11. október til og með 24. nóvember. Opið hús verður þriðjudaginn 7. nóvember frá kl. 16:30-17:30 í Sögumiðstöðinni.

Hægt er að skoða skipulagsgögnin í gátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is. Hagsmunaaðilum og almenningi er gefinn kostur á að koma á framfæri skriflegum ábendingum og athugasemdum í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 241 fyrir aðalskipulagsbreytingu og nr. 703 fyrir deiliskipulag hafnarsvæðis norður. Athugasemdir skulu berast í síðasta lagi 24. nóvember 2023.  Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa á netfangið skipulag@grundarfjordur.is.

 

Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillaga - Sneiðing

Deiliskipulagstillaga - Skýring um mögulega uppbyggingu

Deilskipulagstillaga - Greinagerð

Aðalskipulagsbreyting  - Greinagerð

 

Grundarfirði, 11. október 2023.

 

Kristín Þorleifsdóttir

Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar