- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú á fimmtudaginn lauk námskeiði sem kallast Brautargengi. Brautargengi er námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur og fyrir konur sem eru í atvinnurekstri en vilja auka rekstrarþekkingu sína. Að námskeiðinu stendur Impra með stuðningi SSV og Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Námskeiðið stóð frá september til desember. 12 konur tóku þátt, þar á meðal þrjár héðan úr Grundarfirði; Alexandra S. Arnardóttir, Jenný Kolsöe og Kolbrún Grétarsdóttir.
Viðskiptahugmynd Alexöndru felst í hönnun og framleiðslu á æðardúnssængum og koddum. Markaðssetningin er fyrirhuguð erlendis,svo sem á hótelum, skemmtiferðaskipum og til einstaklinga. Hennar póstfang er: www.hellnafell@simnet.is og heimasíða er í vinnslu.Hugmynd Jennýjar er þegar komin af stað og er hún að framleiða tækifæriskort sem nú þegar hafa hlotið frábærar móttökur. Fyrirtækið heitir "Úr ríki alþýðulistarinnar", og veffangið er www.icelandicfolkart.com og mun síðan opna í desember. Hún stefnir að því að koma fleirum alþýðulistafólki á framfæri í gegnum kortin. Hún hefur áhuga á alþýðulistafólki, verkum þess og einlægni, en það á engan talsmann og engan sameiginlegan vettvang, svo þetta gæti verið tækifæri margra. Kolbrún rekur hestamiðstöðina Hellnafellshestar og hún hefur marga áratuga reynslu við tamningu hesta og er vel þekkt innan geirans. Hennar verkefni var að styrkja stoðir fyrirtækis síns og auka umfang rekstursins. Fyrirhugað er námskeiðshald fyrir börn og unglinga í Grundarfirði. Heimasíðan hennar er www.simnet.is/kollagr.