- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í gær, þann 2. júní, var tekin sú ákvörðun að hætta borun vinnsluholu fyrir hitaveitu við Berserkseyri. Ennþá eru járnstykki eftir í borholunni, m.a. “fiskarinn” sem notaður var til að ná brotnum stöngum upp, og borkrónan sjálf. Bormenn telja ekki útilokað að hægt verði að ná þessu upp síðar og jafnvel að bora holuna dýpra þá en þeir geta ekki gefið verkefninu lengri tíma að svo stöddu þar sem verkið hefur dregist á langinn og mörg verk farin að bíða. Holan er rúmlega 550 m djúp og er rennslið úr henni 20-25 l/s sem talið er nægjanlegt til virkjunar fyrir Grundarfjörð.
Í dag vinna bormenn við að loka tilraunaholunni, sem boruð var í fyrra, og steypa tappa í hana. Seinni partinn í dag eða í fyrramálið verður borinn fluttur inn á Grundarbotn þar sem boruð verður um það bil 20 m djúp kaldavatnshola. Áætlað er að verkið taki 2 daga.