Hjartað í bleikum október er einnig myndlistarsýning.
Bókasafnið hefur haldið sömu þjónustu síðan í maí og farið eftir þeim tilmælum vegna Covic-19 sem eru í gangi hverju sinni. Við virðum sóttvarnir, 10 manna takmörkun og 2 metra reglu og sprittun.
Meðal verkefna eru útlán bóka og tímarita, millisafnalán og veittar upplýsingar til heimafólks og ferðamanna og fleira. Bækur eru settar í "sóttkví" eftir hver skil, kápurnar hreinsaðar og bók ekki lánuð út næstu 4-5 daga. Heimafólk borgar ekki árgjald. Þeir sem komast ekki á bókasafnið geta haft samband og beðið um að fá bækur afhentar við útidyr Sögumiðstöðvarinnar eða heim ef sóttvarnir leyfa.
Bókasafnið er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 13:00-17:00.
Myndakynningar á nýkomnum bókum birtast á
facebooksíðu Bókasafns Grundarfjarðar og vakin athygli á ýmsum viðfangsefnum, bóklestri og menningarviðburðum á öðrum bókasöfnum. Meðal efnis er
Bókmenntaborgin þar sem fjallað er um bækur og höfunda og margt sem við kemur bókmenntum og sjá má viðburði á
Borgarbókasafni í streymi og upptökum. Viðburðir sem aðrir gera vel og gaman er að njóta með borgarbúum.
Gefins og gaman á Bókasafni Grundarfjarðar er hópur þar sem safnað er saman ábendingum um afþreyingu og skemmtun heima og gefins bækur.
Listsýning
Eftirprentanir af listaverkum fjölda íslensks listafólks mynda hjörtun í gluggum Sögumiðstöðvar. Nöfn þeirra eru aftan á hverri mynd. Velkomin inn að sjá.
#lesumsaman #allirlesa #bókasöfn