Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri lét af störfum sl. föstudag, þann 14. júlí eftir 11 ára starf sem bæjastjóri/sveitarstjóri í Grundarfirði. Björg tók við starfinu af Magnúsi Stefánssyni, núverandi félagsmálaráðherra, árið 1995. Bæjarstjórn færði Björgu málverk að gjöf og voru henni þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

 

Sigríður Finsen og Friðgeir V. Hjaltalín, sem var oddviti þegar Björg var ráðinn, afhenda henni málverkið á kveðjuhófi

sem henni var haldið á dögunum.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, nýráðinn bæjarstjóri, tekur til starfa 1. september nk. Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar, mun starfa sem bæjarstjóri þangað til. Viðtalstímar bæjarstjóra eru óbreyttir, þ.e. frá 10.00-12.00 alla virka daga. Netfang bæjarstjóra er baejarstjori@grundarfjordur.is