- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mánudaginn 24. júlí n.k fer sveppurinn í loftið. Götur, torg og önnur bæjarprýði verða hvergi óhult fyrir sköpunarkrafti ungra listamanna. Ef þú hefur áhuga á að virkja unga ferska orku taktu þá upp tólið og hringdu núna í síma 891-7802 (Þóra Magga) eða 690-9601 (Sonja).
Smiðjurnar eru ætlaðar ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára (´81-´90).
Eftirfarandi smiðjur eru í boði:
Art Craft og götuleikhús – taktu þátt í áhættuatriðum, leikmyndahönnun, stultugangi, að spúa eldi og magnaðri sýningu.
Stuttmyndagerð – kynnstu heimi stuttmyndagerðar, gerðu stuttmynd og fylgstu með tökum við gerð stuttmyndar.
Ljósmyndasmiðja – taktu myndir af tröllum, vættum, mannlífi og dýralífi á nesinu. Fáðu hjálp við að læra á vélina þína og skyggnstu bakvið linsuna. Vertu með í ljósmyndamaraþoni þar sem vegleg verðlaun verða í boði.
Hljómsveita- og tónlistarsmiðja – rokk og ról á fullum krafti sem og órafmagnað. Upptökur í Protools og frumsamið efni gefið út á disk. Órafmagnaðir tónleikar á fimmtudagskvöldi og Berserkjarokk á laugardeginum.
Skartgripagerð – sköpunargleðin í fyrirrúmi. Glingraðu þig upp fyrir hátíðarhelgina. Hluti af afrakstri smiðjunnar verður til sölu laugardaginn 29.júlí.
Vertu BERSERKUR og daðraðu við listagyðjuna.
Upplýsingar um listahátíðina veita Þóra Margrét og Sonja Karen.