Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtud. 17. nóvember kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru meðal annars fundargerðir nefnda og ráða, fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2006, ákvörðun um sölu hlutabréfa í Vesturlandi hf., tillögur um hámarkshraða á Grundargötu, um að láta meta rýmisþörf og kosti vegna byggingar sundlaugar og um landfyllingu við stóru bryggju á vegum hafnar, drög að hafnarreglugerð, tillaga um aðalskipulag dreifbýlis og ýmis gögn til kynningar. Fundurinn er öllum opinn.

 

Bæjarstjóri

 Dagskrá fundarins má nálgast hér