- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
237. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn, í fjarfundi, þriðjudaginn 7. apríl 2020 kl. 16:30.
Fundurinn er opinn gestum, sem geta fylgst með fundinum á skjá í Bæringsstofu meðan á honum stendur. Inngangur að norðanverðu. Virðum tveggja metra fjarlægðarregluna við sætaskipan.
Dagskrá:
1. |
Minnispunktar bæjarstjóra - 1808018 |
|
2. |
Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða - 1808012 |
|
3. |
Atvinnumál - Umræða - 1808013 |
|
4. |
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Breyting á sveitarstjórnarlögum vegna neyðarástands - 2003030 |
|
Til kynningar: tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um breytingu á sveitarstjórnarlögum, sem heimila tímabundið frávik frá lögunum og samþykktum sveitarfélaga, vegna neyðarástands vegna Covid-19. |
||
5. |
Samband íslenskra sveitafélaga - Fjarfundir leiðbeiningar - 2003031 |
|
Til kynningar: leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum. |
||
6. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Viðspyrna fyrir íslenskt atvinnulíf, mars 2020 - 2003048 |
|
Til kynningar: minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga með tillögum um aðgerðarpakka sveitarfélaga um viðspyrnu gegn samdrætti vegna áhrifa Covid-19. |
||
7. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Um frestun á greiðslu fasteignaskatta - 2004001 |
|
Til kynningar: minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. apríl sl., um heimild til frestunar greiðslu fasteignaskatta. Alþingi hefur samþykkt bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélags sem heimilar gjaldendum fasteignaskatta í C-flokki (atvinnuhúsnæði), sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, að óska eftir frestun á ákveðnum fjölda greiðslna fasteignaskatts. |
||
8. |
SSV - Aðgerðir vegna efnahagsáhrifa Covid-19, samantekt - 2003049 |
|
Til kynningar: fréttabréf 234 með samantekt SSV um aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa af Covid-19. |
||
9. |
SSV - Fundur landshlutasamtaka með sveitarstjórnarráðherra o.fl. 3. apríl 2020 - 2004002 |
|
Til kynningar: minnispunktar framkvæmdastjóra SSV af fundi fulltrúa allra landshlutasamtaka með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra o.fl. þann 3. apríl sl. |
||
10. |
Vesturlandsstofa ehf. - Upplýsingar til ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi frá Markaðsstofu Vesturlands - 2003047 |
|
Til kynningar: minnispunktar Vesturlandsstofu dags. 30. mars sl., vegna aðgerða sem snerta ferðaþjónustu vegna áhrifa Covid-19, og fleiri gögn. |
||
11. |
SSV - Menningarstarf á tímum Covid-19 - 2003027 |
|
Til kynningar: minnispunktar SSV um menningarstarf á tímum Covid-19. |
||
12. |
Tillaga - Viðbrögð Grundarfjarðarbæjar vegna Covid-19 - 2004003 |
|
Tillaga um viðbrögð Grundarfjarðarbæjar vegna Covid-19. |
||
13. |
Skipulags- og umhverfisnefnd - 214 - 2003002F |
|
13.1 |
2003020 - Umsókn um lóð - Fellabrekka 5 |
|
13.2 |
2003024 - Umsókn um lóð - Ölkelduvegur 23 |
|
13.3 |
2003023 - Umsókn um lóð - Ölkelduvegur 19 |
|
13.4 |
2002027 - Umsókn um lóð - Hellnafell 1 |
|
13.5 |
2003009 - Umsókn um lóð - Ölkelduvegur 29-31 |
|
14. |
Alþingi - Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli - 2003034 |
|
Til kynningar: drög að frumvarpi til kosningalaga sem lögð hafa verið á vef Alþingis í opið samráð. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Meginefni frumvarpsins snýst um breytta stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks. Frestur til athugasemda er til 8. apríl nk. |
||
15. |
EBÍ - Styrktarsjóður EBÍ 2020 - 2003041 |
|
Til kynningar: bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 16. mars sl. um frest til aprílloka fyrir sveitarfélög að sækja um vegna sérstakra framfaraverkefna. |
||
16. |
Byggðasafn - Styrkúthlutun - 2003040 |
|
Til kynningar: tölvupóstur frá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla dags. 24. mars sl., þar sem fram kemur að byggðasafnið fékk öndvegisstyrk úr Safnasjóði, til að vinna nýja aðalsýningu í Norska húsinu. |
||
17. |
Jeratún ehf. - Fundargerð stjórnarfundar og ársreikningur 2019 - 2003050 |
|
Til kynningar: fundargerð stjórnarfundar Jeratúns ehf. sem haldinn var 27. mars sl. ásamt ársreikningi ársins 2019. |