- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þ. 11. september sl. var kynnt áskorun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ríkisstjórnina um að lausn verði fundin á fjárhagsvanda sveitarfélaga. Þess er m.a. krafist að 1.400 mkr. framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði viðhaldið áfram á næstu árum en það ætti að renna út um næstu áramót. Einnig er þess krafist að lög um fjárhagslegan stuðning við fráveituframkvæmdir verði framlengd. Þá er þess einnig krafist að varasjóði húsnæðismála verði tryggðir fjármunir til að sinna hlutverki sínu og að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði tryggðir fjármunir til þess að styðja við sameiningu sveitarfélaga. Stjórnin hefur áhyggjur af því að mörg sveitarfélög séu að komast í afar erfiða stöðu og verði vart fær um að sinna
lögbundinni þjónustu. Ástæða þessarar stöðu er þróun efnahagsmála undanfarin misseri þar sem stöðugt hefur hallað á sveitarfélög utan vaxtarsvæða á sama tíma og ríkið hefur fengið í sinn hlut stórauknar tekjur af veltutengdum sköttum og gjöldum.