- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skógrækt Skógræktarfélags Eyrarsveitar í landi Hellnafells |
Á 48. fundi bæjarstjórnar þann 9. september sl. var samþykkt tillaga þess efnis að hefja undirbúning að þátttöku í gróðursetningarverkefni Vesturlandsskóga með það að markmiði að mynda skjólbelti og útivistarsvæði fyrir ofan þéttbýli Grundarfjarðar.
Vesturlandsskógar er landshlutabundið skógræktarverkefni sem stofnað er til með samningi við landbúnaðarráðherra, sjá nánar lög um landshlutabundin skógræktarverkefni nr. 56/1999. Verkefnið heyrir undir Skógrækt ríkisins, sjá nánar á vefsíðu Skógræktarinnar.
Vesturlandsskógar veita styrki til skjólbeltaræktunar og nytjaskóga og veita ráðgjöf, m.a. í formi ræktunaráætlunar fyrir tiltekin svæði. Stefnt er að því að Grundarfjarðarbær geti orðið þátttakandi í slíku verkefni og verður umsókn um það send Vesturlandsskógum nú í vikunni. Einnig verður leitað eftir samstarfi við Skógræktarfélag Eyrarsveitar um verkefnið.
Skógrækt Skógræktarfélags Eyrarsveitar í landi Hellnafells |
Með því að rækta upp skóg eða skjólbelti fyrir ofan byggðina má segja að þess sé freistað að ,,temja vindinn” þ.e. mynda skjól fyrir ánauð vinds og um leið að byggja upp útivistarsvæði í nágrenni byggðarinnar.