- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir áhyggjum vegna forsendubrests við rekstur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls. Miðað við núverandi stöðu er rekstrargrundvöllur dvalarheimilis brostinn vegna fækkunar hjúkrunarrýma og of lágra daggjalda. Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn að hækka daggjöld til dvalar- og hjúkrunarheimila nú þegar.
Bókun bæjarstjórnar á fundi 23. janúar 2014.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir áhyggjum vegna forsendubrests við rekstur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls. Heimilið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi verið rekið af mikilli útsjónarsemi. Nú er hins vegar svo komið að daggjöldin sem koma frá ríkinu nægja ekki fyrir kostnaði. Sambærileg staða virðist vera uppi um allt land, jafnt á stórum og smáum hjúkrunarheimilum.
Jafnframt hefur hjúkrunarrýmum á Fellaskjóli verið fækkað um eitt, meðan þörf fyrir hjúkrunarrými fer vaxandi. Brýnt er að sú ákvörðun verði afturkölluð.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar skorar á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn að hækka nú þegar, daggjöld til dvalar- og hjúkrunarheimila.