Bæjarstjóri, byggingarfulltrúi og bæjarfulltrúar fóru í dag í sitt árlega rölt á milli stofnana bæjarins í tilefni af gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005. Byrjað var í samkomuhúsinu, þaðan var farið í leikskólann, í slökkvistöðina, á bókasafnið og að lokum í áhaldahúsið þar sem verkstjóri tók á móti fylkingunni með harðfiski og smjöri!

Gunnar Pétur slökkviliðsstjóri fer yfir mál slökkviliðsins
 

bæjarfulltrúar í kaffistofu áhaldahússins
 

Geirfinnur Þórhallsson, verkstjóri áhaldahúss