- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú í haust hefur verið lögð áhersla á aukna samvinnu stofnana bæjarins og liður í því eru reglulegir fundir forstöðumanna og umsjónarmanna, sem stefnt er að því að hafa í hverjum mánuði. Á fyrsta fundinum, sem haldinn var í september var umræða um hvernig hægt væri að ná frábærum árangri í rekstri og starfsemi bæjarins, með virkri þátttöku starfsmanna.
Aukið samstarf, betra upplýsingaflæði og jákvætt hugarfar var það sem fólk taldi skipta mestu máli. Á októberfundinum var rætt um fjárhagsáætlunargerð og hvernig hægt væri að stokka upp og hugsa ýmislegt upp á nýtt til að ná fram hagræðingu. Í framhaldi af fundunum er nú verið að skoða möguleika á sameiginlegum innkaupum og sameiginlegum innri vef starfsmanna til að bæta upplýsingaflæði. Með aukinni samvinnu er stefnt að því að virkja enn betur
þekkingu og hugmyndaauðgi starfsfólks bæjarins, bæta rekstur og vonandi að gera bæinn að betri vinnuveitanda.