Föstudaginn 15. nóvember nk. verður aukalosun á grænu tunnunni (pappír og pappi) og svörtu nýju tunnunni (plast)

Athugið að þessi losun mun fara fram við ÖLL HEIMILI Í ÞÉTTBÝLI - til að ná réttum takti. 

Sérstök losun fór fram í dreifbýlinu í síðustu viku og er því ekki þörf á aukalosun þar núna. 

Föstudaginn 8. nóvember sl. fengu margir íbúar miða á sínar tunnur, um að ekki hefði verið rétt flokkað. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenska gámafélaginu, þjónustuaðila bæjarins, voru ýmsar útgáfur af því og ekki nein ein skýring. 

Við biðjum íbúa sem fengu miða á sínar tunnur föstudaginn 8. nóvember sl. vegna rangrar flokkunar að athuga vel að rétt sé flokkað, áður en til aukalosunar kemur: 

  • Í grænu tunnuna fer einungis pappír og pappi, ekkert annað - engir plastpokar, engir maíspokar 
  • Í svörtu nýju plasttunnuna fer allur plastúrgangur - en það má ekki setja úrganginn í lokaða, ógagnsæja poka eða maíspoka. 

Á Facebook og Instagram síðunum hjá Íslenska gámafélaginu er hann Frikki flokkari með svör við ýmsum spurningum um flokkun. Íbúar eru hvattir til að heilsa uppá hann Frikka. 

Sjá nánari leiðbeiningar og aðrar upplýsingar hér:

Leiðbeiningabæklingur sem borinn var í hús í september sl.

Íslenska gámafélagið á FB

Íslenska gámafélagið á Instagram

Flokkun og fræðsla

Ýmsar upplýsingar um sorpmál a´ vef Grundarfjarðarbæjar