- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Samkvæmt 18 og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi og við tillögur að deiliskipulagi af þrem svæðum í Grundarfjarðarbæ.
Tillögurnar voru samþykktar á 110 fundi umhverfisnefndar þann 20. október 2009 og samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þann 12. nóvember 2009 að auglýsa eftir athugasemdum við tillögurnar sem bera heitið:
1. Tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Króks.
2. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skóla og Íþróttasvæði á reit nr. 43
3. Tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúðarhúsalóðir á reit nr. 30 ofan
Ölkelduvegar.
4. Tillaga að breyttu aðalskipulagi fyrir íbúðarlóðir á reit nr. 30 ofan
Ölkelduvegar.
1. Deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi jarðarinnar Króks í Grundarfjarðarbæ.
Deiliskipulagið er í samræmi við drög að aðalskipulagi dreifbýlis sem liggur fyrir og er jörðin ætluð til frístundarbyggðar. Samkvæmt skipulaginu verður heimilt að byggja 6 frístundahús ásamt tilheyrandi geymslum og bryggju við vatnið. Svæðið er um 5.3 hektarar að stærð og Svæðið skiptis um Mýrarhúsaveg. Megin partur liggur ofan við Mýrarhúsaveg og skiptist svæðið í 6. lóðir. Neðan við veg er gert ráð fyrir bátalægi og lítilli bryggju.
2. Deiliskipulagstillaga fyrir Skóla og Íþróttasvæðið á reit nr. 43 við Borgarbraut Grundarfjarðarbæ.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Borgarbraut í vestur og suður og Gilóslæk í austur og suður, en í norður af göngustíg sem liggur sunnan við Hlíðarveg. Deiliskipulag þetta tekur til skóla og íþróttasvæðis sem hefur ekki verið afmarkað í heild sinni fyrr en nú. Ráðist hefur verið í miklar framkvæmdir undanfarið á frjálsíþróttavelli og svæðið allt grætt upp og hannaðir boltavellir ásamt svæði fyrir fjölbreytta útiveru. Til stendur að byggja nýja íþróttamiðstöð sem verður áföst gamla íþróttahúsinu og mun sú bygging verða á lóð sem fyrir hugað er að stofna og mun verða númer 19. við Borgarbraut.
3. Deiliskipulagstillaga fyrir íbúðalóðir á reit nr. 30 ofan Ölkelduvegar Grundarfjarðarbæ.
Deiliskipulagið er um 4 ha að stærð og er ofna við Ölkelduveg og afmarkast af Gilóslæk í suðri og af göngustíg sunnan við Ölkelduveg í norðri. Að vestan afmarkast svæðið af fyrirhuguðum göngustíg sem mun liggja í jaðri skógræktarsvæðis. Að austan mun svæðið afmarkast af fyrirhugaðri tengibraut sem mun tengja framtíðarbyggingarsvæði bæjarins við eldri hlutann.
Tillögurnar ásamt greinargerðum með frekari upplýsingum, verða til sýnis á
bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 23. nóvember nk. til og með 28. desember 2009. Einnig munu tillögurnar verða aðgengilegar á heimasíðu bæjarins grundarfjordur.is
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með 5. janúar 2010. Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfisnefndar bæjarins á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Grundargötu 30.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna, teljast henni samþykkir.
Tillögur að breytingum má nálgast undir flipanum stjórnsýsla, og þar undir skipulagsmálum.
Hér má einnig nálgast breytingar á aðalskipulagi og tillögur að deiliskipulagi.
Grundarfirði 20. nóvember 2009.
Hjörtur Hans Kolsöe
Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar