- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hér með er auglýst eftir umsóknum um byggingarrétt fyrir byggingarlóðir í Ölkeldudal í Grundarfirði. Um er að ræða eftirfarandi íbúðalóðir sem lausar eru til umsóknar:
Götuheiti: Lóðarstærð:
Raðhúsalóðir;
Ölkelduvegur nr. 1 530 m²
Ölkelduvegur nr. 3 359 m²
Ölkelduvegur nr. 5 352 m²
Ölkelduvegur nr. 7 502 m²
Raðhúsalóðir;
Ölkelduvegur nr. 9 497 m²
Ölkelduvegur nr. 11 340 m²
Ölkelduvegur nr. 13 342 m²
Ölkelduvegur nr. 15 558 m²
Einbýlishúsalóðir;
Ölkelduvegur nr. 17 911 m²
Ölkelduvegur nr. 19 868 m²
Ölkelduvegur nr. 21 990 m²
Ölkelduvegur nr. 23 852 m²
Ölkelduvegur nr. 25 954 m²
Nýtingarhlutfall er 0,4 á raðhúsalóðunum, og 0,3 á einbýlishúsalóðunum.
Á öllum lóðunum er heimilt að byggja eins til tveggja hæða byggingar.
Framkvæmdir við gatnagerð og lagnir alls hverfisins standa yfir og er áætlað að þeim ljúki í október n.k. Gert er ráð fyrir að aðkoma að lóðum verði tilbúin í lok júní n.k. þannig að hægt verður að hefja framkvæmdir á lóðunum frá og með þeim tíma. Hins vegar verða frárennslis- og vatnsveitulagnir í götum ásamt heimæðum að lóðum, ekki tilbúnar til notkunar fyrr en undir lok verktímans þ.e. í október.
Ofangreindum lóðum verður úthlutað skv. “samþykkt um lóðaúthlutanir í Grundarfirði” og er frestur til að sækja um umræddar lóðir, til 24. maí n.k.
Umsóknareyðublöð og yfirlitsuppdrátt fyrir lóðirnar má fá á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma.
Á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar og á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar www.grundarfjordur.is má einnig nálgast nánari upplýsingar s.s. samþykkt um lóðaúthlutanir í Grundarfirði, byggingarskilmála Ölkeldudals, gjaldskrár gatnagerðar-, byggingarleyfis- og tengigjalda, o.fl.
Grundarfirði, 06.05.´04
Jökull Helgason
Skipulags- og byggingarfulltrúi