- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skessuhorn 8. mars 2010:
Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi auglýsir nú eftir umhverfisfulltrúa til að sinna umhverfismálum sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi. Um er að ræða 100% stöðu, sem felur í sér vinnu að og umsjón með sjálfbærnivottun Snæfellsness. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf sem getur falið í sér tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á sviði umhverfismála. Umsækjandi þarf að hafa lokið háskólanámi í umhverfisfræði eða náttúrufræði en framhaldsmenntun á háskólastigi er æskileg. Færni í að miðla upplýsingum á rituðu og töluðu máli og góð enskukunnátta er nauðsynleg. Sjá nánar á vef Náttúrustofu Vesturlands; www.nsv.is