- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl kl. 14.00 mun sýningin „Auður Austurlands“ opna í Norska húsinu í Stykkishólmi.
Á sýningunni eru fjölbreyttir munir unnir úr hráefni sem tengist Austurlandi þ.e. hreindýraskinni, hreindýrshorni og beini, lerki og líparíti.
Sýndir verða munir frá tuttugu og sex aðilum. Sýnendur eru: Álfasteinn, Ásta Sigfúsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, George Hollanders, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Sigurðsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Fjölnir Björn Hlynsson, Hólmfríður Ófeigsdóttir, Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Listiðjan Eik, Ólavía Sigmarsdóttir, Páll Kristjánsson, Philippe Ricart, Reynir Sveinsson, Rita Freyja Bach, Signý Ormarsdóttir, Sigurður Már Helgason, Úlfar Sveinbjörnsson, Þórey S. Jónsdóttir, Þórhallur Árnason og Þórólfur Antonsson.
Undirbúningur sýningarinnar fór fram í samvinnu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Menningarráðs Austurlands með stuðningi Þróunarfélags Austurlands og Markaðsstofu Austurlands. Sýningin opnaði fyrst á Egilstöðum í nóvember 2005, í janúar 2006 á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík í tengslum við Vetrarhátíð í febrúar 2006.
Sýningin verður opin í Norska húsinu frá kl. 14.00 til 18.00 dagana 20. til 23. apríl.
Aðgangur er ókeypis.