Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Kosið verður til Alþingis 30. nóvember 2024. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 18. nóvember 2024 hér í Grundarfirði og stendur til kjördags. Kosið er utankjörfundar á opnunartíma bæjarskrifstofu í Ráðhúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16 efri hæð. Opið er virka daga frá 10:00-14:00.

Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.

Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.
Kjörstjóri utankjörfundar í Grundarfirði er Helga Sjöfn Ólafsdóttir, s: 8697250

Á vef Þjóðskrár er hægt að fletta upp hvar kjósandi á að kjósa.