- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Eitt af eldri húsum bæjarins hefur horfið úr miðbænum, þ.e. Grundargata 33. Það er gamla löggustöðin, þar sem Gallerí Grúsk hafði síðast aðstöðu. Olíufélagið Esso og verslun Ragnars Kristjánssonar voru á sínum tíma í húsinu, sem var byggt árið 1945 skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins.
Húsið var rifið sl. sunnudag, en verktakinn, Dodds ehf., hefur síðast liðna daga verið að hreinsa til og ganga frá lóðinni. Það er Grundarfjarðarbær sem átti húsið og lét rífa, en lóðin er byggingarlóð, laus til úthlutunar.