- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þátttakendur í Grundarhlaupinu |
Grundar og Kvernár hlaupin hafa verið árvissir viðburðir á 17 júní í fjölda ára og hafa margir Grundfirðingar spreytt sig á þeim. Kvernárhlaupið er fyrir 11 ára og yngri og gaman að sjá yngstu krakkana spreyta sig. Grundarhlaupið er fyrir 12 ára og eldri og er c.a. 2,5-2,8 km.
Farandgripir eru afhentir til varðveislu í 1 ár fyrir hvort hlaup og í ár var Guðbjartur Brynjar Friðriksson fljótastur hjá 11 ára og yngri og hljóp á 5,10:00 mín en þetta er þriðja árið í röð sem hann vinnur hlaupið. Í Grundarhlaupinu varð Jónas Þorsteinsson fyrstur á 14,11:61 mín og Þórey Jónsdóttir fyrst af konunum á 14,25:23 mín,. Þau fengu bæði farandgripi til varðveislu.