- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ársskýrsla Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2005 er komin út. Í ársskýrslunni er að finna umfjöllun um yfirstjórn og starfsemi stofnana bæjarins á árinu 2005, ennfremur lauslega umfjöllun um nokkrar aðrar stofnanir s.s. heilsugæslu, dvalarheimili og fjölbrautaskóla. Niðurstöður ársreiknings birtast í skýrslunni, auk þess sem ýmsar tölulegar upplýsingar eru birtar í myndrænu formi eða í texta. Ljósmyndir eru af viðburðum, bæjarlífi og náttúru Grundarfjarðar. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar um starfsmenn og nefndir bæjarins.
Texti skýrslunnar er unninn af starfsmönnum bæjarins, forstöðumönnum flestra viðkomandi stofnana. Myndir eru sömuleiðis teknar af bæjarstarfsmönnum, en nokkrar einnig af öðrum ljósmyndurum. Helga Hjálmrós Bjarnadóttir safnaði saman efni, myndum og setti upp texta, Jói í Steinprenti, Ólafsvík, setti upp skýrsluna, sem var síðan prentuð hjá Samskipti ehf.
Skýrslunni var dreift í öll hús í Grundarfirði þann 15. maí sl. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum undir flibanum stjórnsýsla - fjármál eða með því að smella hér.