- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Árshátíð starfsmanna Grundarfjarðarbæjar var haldin laugardaginn 9. október í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Gísli Einarsson, fréttamaður, var veislustjóri, veitingahúsið Kaffi 59 sá um matinn og Hljómsveitin Sviss lék svo fyrir dansi að borðhaldi loknu. Árshátíðin heppnaðist í alla staði vel og flestir sammála því að gera þennan viðburð árlegan. Meðfylgjandi eru myndir frá skemmtuninni.
Undirbúningsnefnd; Katrín, Sólrún, Kolbrún, Salbjörg og Jökull |
Skemmtiatriði frá starfsfólki tónlistarskólans |
Skemmtiatriði frá starfsfólki grunnskólans |
Skemmtiatriði frá starfsfólki bæjarskrifstofu, áhaldahúss og hafnar |
Starfsfólk Grundarfjarðarbæjar og makar |