- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Opið hús verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðarbæjar miðvikudaginn þann 7. desember nk. þar sem nemendur á þriðja ári í landslagsarkitektúr kynna hugmyndir sínar að framtíðarskipulagi í Grundarfirði.
Haustið 2022 komu nemendur úr áfanganum arkitektúr og skipulag, sem kenndur er við Landbúnaðarháskóla Íslands, í vettvangsferð í Grundarfjörð og áttu fund með Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra og Kristínu Þorleifsdóttur, skipulagsfulltrúa.
Á námskeiðinu unnu nemendur með raunveruleg dæmi og fengu að kynnast skipulagi bæjarins, helstu kostum og áskorunum. Þau unnu svo raunhæfar hugmyndir að skipulagi með tilliti til samspil bygginga, fagur- og formfræði, atferli og rýmis í bænum.
[...] Á námskeiðinu rýna nemendur í gerð og gæði deiliskipulaga og skopa tengsl við aðrar áætlanir og næsta umhverfi. Einnig er fjallað um vistvænar og sjálfbærar lausnir í skipulagi. Þá er áhersla lögð á tengsl veðurfars og náttúrugrunnlagsins við skipulag og hönnun. [...]
Nú er komið að því að nemendur kynni verkefnin sín og verða þau til kynningar og sýnis í Samkomuhúsi Grundarfjarðarbæjar, miðvikudaginn 7. desember kl. 12.
Áhugavert verður að sjá hvaða sýn nemendur hafa á bæinn.
Allir velkomnir.