Mynd: Tómas Freyr 2020
Mynd: Tómas Freyr 2020

Í kvöld var staðfest smit tengt Leikskólanum Sólvöllum. Unnið var að því að útvega smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis upplýsingar um starfsfólk og börn sem útsett hafa verið fyrir smiti. Foreldrar þeirra barna sem þurfa að fara í sóttkví og skimun hafa nú þegar fengið textaskilaboð um það frá rakningarteymi. Þar er hlekkur sem þarf að fylgja. Til að byrja með eru það aðeins börn á uglu- og músadeild, sem mætt voru í leikskólann þann 4. nóvember sl., sem þurfa að fara í sóttkví og skimun. Talsverður hluti starfsfólks er sömuleiðis á leið í sóttkví og skimun.

Að höfðu samráði við sóttvarnalækni umdæmisins var tekin ákvörðun um að leikskólinn verði lokaður á morgun, þriðjudag 9. nóvember. Frekari ákvarðanir verða teknar á morgun þegar málin skýrast betur og rakningarteymið hefur lokið störfum. Nánari upplýsingar verða sendar foreldrum um leið og tilefni er til. 

Grunnskólinn starfar á morgun og ekki hefur verið tekið ákvörðun um lokun á annarri starfsemi bæjarins nú þegar þetta er ritað milli 22 og 22:30 á mánudagskvöldi.  

Ef fólk hefur einkenni er það hvatt til að hafa samband við heilsugæslustöðina í síma 432 1350 eða fara á heilsuvera.is og panta tíma í sýnatöku.  

Að gefnu tilefni er fólk hvatt til að gæta vel að sóttvörnum, handþvotti, sprittun og grímunotkun og forðast margmenni.  

Góðar og gagnlegar upplýsingar má finna á www.covid.is 

Með bestu kveðju og von um að með samstöðu náum við að stöðva úrbreiðslu smita í samfélaginu okkar! 

Orðsending á pólsku er í þýðingu og verður birt hér innan skamms.