Laust er til umsóknar starf í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar auk hafnarvörslu við Grundarfjarðarhöfn. Um fullt starf er að ræða. Starfið er fjölbreytt, en starfsmaður mun vinna með verkstjóra áhaldahúss, umsjónarmanni fasteigna og hafnarstjóra eftir þörfum hverju sinni.
Helstu verkefni eru öll almenn störf áhaldahúss og umsjónarmanns fasteigna. Hafnarstarfið felst í vigtun sjávarfangs, móttöku og þjónustu skipa og öðru sem til fellur við rekstur hafnarinnar. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi og starfar náið með forstöðumönnum stofnana.