Þessi flotti hópur nemenda tók þátt í undankeppninni fyrir Skólahreysti
Í gær, þriðjudaginn 1. mars, fór fram undankeppni nemenda Grunnskóla Grundarfjarðar fyrir Skólahreysti 2016. Tíu nemendur tóku þátt í undankeppninni og tóku vel á því í spennandi og skemmtilegri keppni.
Áhorfendur fjölmenntu á pallana og stemmningin var virkilega góð í íþróttahúsinu meðan á keppninni stóð.