Færst hefur í vöxt að ferðamenn stöðvi bíla sína við brúna yfir Kolgrafafjörð (og jafnvel á henni), til að njóta fegurðar og náttúru fjarðarins. Bæjarstjórn Grundarfjarðar ákvað því, í samvinnu við landeigendur, að skipuleggja og hanna fallegan áningarstað við brúna þar sem heimamenn og gestir geta notið lífríkis og landslags. Markmiðið er að auka umferðaröryggi og bæta aðstöðu til áningar.