Sumarnámskeið 2015

    Nú er sumarið á næsta leyti og tími sumarnámskeiðanna að renna upp. Námskeiðin eru sem fyrr hugsuð fyrir elsta árgang leikskólans og yngri árganga grunnskólans. Námskeiðin eru fjölbreytt og vonandi að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Skráning á námskeiðin fer fram á bæjarskrifstofunni. Dagskrá Skráningareyðublað  

Boðskort á útskrift

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 22. maí í  hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari  

Vallarumsjón íþróttavallar Grundarfjarðar

Grundarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í umsjón með íþróttavelli Grundarfjarðar sumarið 2015.  

Skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar

Grundarfjarðarbær auglýsir starf skólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar laust til umsóknar.  

Tónlistarskólinn í Grundarfirði

Vortónleikar og skólaslit Tónlistarskólans í Grundarfirði verða haldnir sunnudaginn 17.maí n.k. kl 17:00 í sal FSN. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.   Allir hjartanlega velkomnir.  

Götusópur

Götusópurinn verður í bænum næsta daga. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að auðvelda vinnu götusóparans og færa bíla sína.