Skyndihjálparnámskeið í Grundarfirði

Rauði krossinn í Grundarfirði heldur 4 klst. skyndihjálparnámskeið miðvikudaginn 12. júní klukkan 18.00.Kennt verður í húsnæði Grunnskólans í Grundarfirði.Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.Stutt og gott námskeið fyrir alla.Verð 3.500Leiðbeinendi á námskeiðinu verður Þórarinn Steingrímsson  

Menningar- og markaðsfulltrúi

Alda Hlín Karlsdóttir hefur hefið störf sem menningar- og markaðsfulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ.   Helstu verkefni Öldu verða: Umsjón með menningar- og listviðburðum Kynningar- og markasðmál bæjarins Vinabæjarsamskipti o.fl.   Alda er með viðskiptamenntun og hefur fjölbreytta reynslu úr ferðaþjónustu. Alda er boðin velkomin til starfa.

Íbúð til leigu

Íbúðalánasjóður hefur auglýst íbúð á Ölkelduvegi 9 til leigu.   Eignir eru auglýstar á  http://fasteignir.visir.is/  og http://mbl.is/leiga/ og þar er hægt að sækja um með því að senda inn umsókn á leiga@ils.is og þar á eingöngu að setja nafn eignar í subject, nafn umsækjanda, kt. og símanúmer í mailið. Eftir 6. júní er svo unnið úr umsóknum og öllum umsóknum er svarað.   Á meðan eignir eru auglýstar er ekki hægt að skoða þær nema á þeim myndum sem eru í auglýsingunni á netinu en að sjálfsögðu fær fólk að skoða eignina ef það er dregið út og hafa þá kost á að afþakka eignina ef hún hentar ekki.   Ath. sækja þarf um í síðasta lagi 6. júní.   Hér má sjá úthlutunarreglur sjóðsins : http://www.ils.is/einstaklingar/ibudir-til-leigu/uthlutunarreglur-leiguibuda/