Til íbúa Grundarfjarðar,
Um sjö mánuðir eru nú liðnir frá því flokkun á sorpi hófst í Grundarfirði. Á þessum tíma hefur aðeins um helmingur þess sorps sem sótt er á heimili endað í urðun. En eins og íbúar Grundarfjarðar vita er það eingöngu það sem fer í gráu tunnuna sem er urðað.
Þann 6. janúar næstkomandi verður Grunnskóli Grundarfjarðar 50 ára. Af því tilefni verður opið hús í skólanum frá kl. 08:00-12:30. Grundfirðingum er boðið að koma og sjá nemendur í leik og starfi, að skoða myndir úr skólalífinu og þiggja léttar veitingar.
Starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar vonast til að sem flestir sjái sér fært að sækja skólann heim þennan dag og gleðjast með þeim á þessum tímamótum.
Milli jóla og nýárs bauð bæjarstjórn Grundfirðingum sem stunda nám í háskólum eða framhaldsnám til starfsréttinda, til spjalls í Samkomuhúsinu. Fyrir ári síðan var sambærilegur fundur haldinn sem tókst afskaplega vel.
Eftir glæsilega flugeldasýningu Grundfirðinga um áramótin eru allir, sem nutu þess að skjóta upp flugeldum og tertum, beðnir að taka höndum saman og hreinsa upp leyfar skoteldanna og koma þeim á gámastöðina.