Fótboltaþjálfari óskast!

UMFG auglýsir eftir fótboltaþjálfara til að þjálfa 6-2 flokk karla og kvenna veturinn 2011-2012. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 5 september. Nánari upplýsingar og umsóknir berast til Tómasar á póstfangið tomasfreyr@gmail.com fyrir 26.águst. Stjórn UMFG  

Sund eldri borgara

Sund eldri borgara hefur verið vinsælt undafarin ár. Sumarið í ár er engin undantekning. Hér má sjá myndir sem teknar voru í sumar.  

Verkfalli afstýrt

Samningar hafa tekist í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Verkfalli sem hefjast átti á mánudag hefur verið aflýst.   Starfsemi leikskólans verður því með hefðbundnum hætti. 

Grunnskólinn

Nú hefst nýr skólavetur hjá okkur í heilsdagsskólanum og myndum við þiggja leikföng og dót ýmis konar til að gera dagana þar skemmtilegri og fjölbreytilegri. Ef einhver er að taka til í geymslunni eða í barnaherberginu þá þætti okkur vænt um að þið hugsuðuð til okkar. Okkar vantar t.d. eldhúseiningu og áhöld svo eitthvað sé nefnt. Vinsamlegast hafið samband við ritara (Herdísi) í síma 430-8550 eða komið bara við í heimsókn upp í skóla.  

Starfsemi í leikskólanum komi til verkfalls

Komi til verkfalls leikskólakennara mánudaginn 22. ágúst verður að takmarka starfsemi leikskólans sem hér segir:   Eldri deildin (Framsveit) verður lokuð. Yngri deild (Útsveit) verður opin allan daginn, kl. 8-16, með þeim takmörkunum að fjögur börn á deildinni verða að vera heima dag hvern. Leikskólastjóri mun deila því jafnt á börnin og verður í sambandi við foreldra um nánari útfærslu. Þessi opnunartími gildir þar til annað verður ákveðið.   Ekki verður unnt að færa börn af eldri deild yfir á yngri deild.   Ágreiningur er á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara um framkvæmd hugsanlegs verkfalls. Þar til sá ágreiningur er útkljáður, ef til verkfalls kemur, verður þjónusta leikskólans takmörkuð með þeim hætti sem hér er lýst.   Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum fylgist með fréttum og upplýsingum um starfsemi leikskólans sem verða settar hér á heimasíðu bæjarins.   Bæjarstjóri  

Nýr opnunartími sundlaugar

Frá og með mánudeginum 22. ágúst breytist opnunartími sundlaugarinnar. Opið verður á morgnanna alla virka daga kl. 7-8:30 en lokað um helgar. Sundlaugin verður opin á þessum tímum til 30. september.  

Afmæli gamla Grundarfjarðarkaupstaðar

Þennan dag, 18. ágúst 1786, hlutu sex staðir á landinu kaupstaðarréttindi. Þetta voru Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður, Vestmannaeyjar, Reykjavík og Grundarfjörður sem var þá gerður að höfuðstað Vesturamtsins.   Af þessu tilefni er flaggað í dag!

Sumarfrí UMFG

Sumarfrí á æfingum verður frá og með 22. ágúst til 5. september.  Þá hefjast æfingar inni samkvæmt tímatöflu sem kemur í næstu viku. Stjórn UMFG  

Bókasafn Grundarfjarðar.

Vegna uppfærslu Gegnis bókaskrárkerfisins frestum við vetrartímanum til mánudagsins 22. ágúst. Þá verður opið kl. 15-18. Sumartímanum lýkur nú á fimmtudegi 18. ágúst og er þá opið kl. 13-18.

Glæsilegur árangur í sveitakeppni í golfi

Golfklúbburinn Vestarr Grundarfirði gerði það gott í sveitakeppni GSÍ. Önnur deild kvenna spilaði á Sauðárkróki og fimmta deild karla spilaði á Bárarvelli Grundarfirði. Lið kvenna lenti í öðru sæti í annari deild og spilar í fyrstu deild að ári. Lið karla lenti í öðru sæti í fimmti deild og spilar í fjórðu deild að ári. Til hamingju, glæsilegur árangu!   Lið kvenna ásamt liðsstjóra: Jófríður, Anna María, Eva Jódís, Hugrún og Ágúst.