Dagur íslenskrar tungu

    Í Grunnskóla Grundarfjarðar var haldið upp á Dag íslenskrar tungu á einstaklega skemmtilegan hátt. Eldri nemendur unnu með yngri nemendum að ýmsum verkefnum sem voru útbúin upp úr bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.  Gaman var að fylgjast með nemendum í þessari samvinnu og sérstaklega var gaman að sjá hve eldri nemendur tóku hlutverk sitt alvarlega. 

Vel sóttur íbúafundur

  Um 50 Grundfirðingar sóttu íbúafund sem haldinn var 15. nóvember sl. Á fundinum fóru Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri, yfir helstu mál sem unnið er að á vettvangi bæjarins auk þess sem farið var yfir helstu fjárhagstölur.  

Íbúafundur í Grundarfirði

Íbúafundur verður haldinn í Samkomuhúsinu, þriðjudaginn 15. nóvember n.k. kl. 20:00. "Hver er staðan og hvað er mikilvægast"? Vonumst til að sjá sem flesta. Bæjarstjórn. 

Er lögheimili rétt skráð?

Fyrir 1. desember þurfa allir að vera með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu.  Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.  Skorað er á þá sem eiga eftir að tilkynna um flutning og nýtt lögheimili að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót.  

Leitir.is - nýi leitarvefurinn

Nú geturm við farið í leitir allan ársins hring. Beta.gegnir.is sem margir hafa nýtt sér undanfarið ár hefur fengið nýtt nafn. Leitir.is er leitarvefur sem leitar samtímis í Gegni sem er samskrá velflestra bókasafna í landinu, gagnasöfnum með stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi, Hvar.is. Til hamingju Ísland! Norrænn húmor.   Munið einnig upplesturinn við kertaljós í kvöld kl. sex, kl. 18:00.   Lesið fyrir börn og fullorðna. Safi, te og kaffi á könnunni.

Vinnufundur vegna undirbúnings að stofnun vinabæjarfélagsins Grundapol á Íslandi.

Vinnufundur vegna undirbúnings að stofnun Vinabæjarfélags Grundarfjarðar og Paimpol verður haldinn í Fjölbrautarskóla Snæfellinga, mánudaginn 14. nóvember n.k. kl. 19:30 

Innritun í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga býður upp á fjölda áfanga í fjar- eða dreifnámiá vorönn 2012       Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat. Fjar- eða dreifnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á MSN og á Skype. Nemendum yngri en 18 ára stendur ekki til boða að gerast fjar- eða dreifnemendur við FSN.

Karíus og Baktus í Samkomuhúsinu.

 

Karlakaffi, hvað er nú það?

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á opið "karla kaffihús" í húsi verkalýðsfélagsins að Borgarbraut 2 frá kl. 14.30 - 17.00 á þriðjudögum. Þetta er tilraunaverkefni og ekki ætlað neinum sérstökum hóp heldur eru allir karlar velkomnir sem ekki eru við neitt sérstakt bundnir á þessum tíma. Endilega kippið nú hvor í annan og látið sjá ykkur.   Undirbúningsnefndin. 

Tilkynning vegna baráttudags gegn einelti 8. nóvember

    Í dag, 8. nóvember, mun Grunnskóli Grundarfjarðar taka þátt í ofangreindu verkefni sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Umsjónarkennarar munu taka ýmis verkefni fyrir í sínum bekkjum í dag, þá sérstaklega sem fjalla um vináttu, virðingu og jákvæð samskipti. Gott væri síðan að ræða þessi mál þegar heim er komið og hvetjum við foreldra og forráðamenn eindregið að fara inná vefinn www.gegneinelti.is og skrifa undir sáttmálann.   Sigurinn verður seint unninn gegn einelti nema samvinna, samhygð og jákvæð samskipti séu viðhöfð í samskiptum okkar allra sem að einu samfélagi koma.   Starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar