Svar við spurningunni

Spurt var hvaða ár Setbergskirkja var reist. Rétt svar er árið 1892 og voru 51 af 98 með það rétt, eða 52 % . 

Hlutastörf í boði

Félagsleg liðveisla ungmenna á Snæfellsnes Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir að ráða starfsfólk til félagslegrar liðveislu ungmenna á Rifi, Hellissandi, Grundarfirði og Stykkishólmi.  Um er að ræða 2 x 2ja klst. vinnu á viku, jafnan síðdegis eftir skóla.  Í einu tilviki er þó um að ræða 10 klst. á mánuði sem skiptist í 5 klst annan hvern laugardag eða sunnudag.     

Busavígsla FSN.

  Það er mikið um að vera í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í dag. Busavígslan stendur sem hæst og er líflegt um að litast í bænum. Eldribekkingar fóru með busana í göngutúr í bandi líkt og um leikskólabörn væri að ræða. Busarnir voru klæddir í svarta ruslapoka og sáust sumir íklæddir bleyjum ásamt því að vera vel smurðir af óþekktum efnum. Skrúðgangan kom við fyrir utan bæjarskrifstofuna og tóku busarnir lagið fyrir áheyrendur sem fengu að velja sér óskalag. Hér má sjá fleiri myndir.

Tilkynning

Sundlaugin og íþróttahús verður lokað eftir hádegi í dag 2. september vegna viðgerða. Þar af leiðandi fellur íþróttaskólinn einnig niður. 

Blak hjá UMFG.

Blak hjá UMFG byrjar í næstu viku. Unnur. 

Viðvera fulltrúa sýslumanns

Frá og með 9. september 2010 verður fulltrúi sýslumanns með viðveru á skrifstofu á lögreglustöðinni að Hrannarstíg frá kl. 10:00 – 13:30 á fimmtudögum, aðra hvora viku.  

Tónlistarskólinn kynnir:

         Sönglist Opið öllum frá 15 ára aldri (10.b) Hóptímar Fullt nám 4 í hóp Hálft nám 2 saman Söngtækni með og án undirspils Framkoma. Tónleikar. Upptökur nemenda á geisladisk Skólagjöld skv. Gjaldskrá Tónlistarskólans (sjá vef Grundarfjarðarbæjar) Skráning hafin í s.430-8560 Kennarar: Linda María Nielsen og Sonja Karen Marinósdóttir Nánari upplýsingar í s.690-9601