Laugardaginn 6. júní n.k. kl. 14.00 verður þess minnst að í ár eru 100 ár síðan hafskipabryggjan í Stykkishólmi var vígð. Þar verður söguskilti um Stykkishólmshöfn afhjúpað.
Í tilefni þessa, hefst athöfn kl. 14.00 við höfnina og einnig verður opnuð afmælissýning um hafskipabryggjuna í Norska húsinu
Afmælissýningin í Norska húsinu mun standa til 19. júlí og er húsið opið daglega kl. 11.00-17.00