Skemmtiferðaskipið Artemis kemur til Grundarfjarðar föstudagsmorgun 11. júlí. Skipið er 230 metrar á lengd og 44.348 tonn. Um borð eru 1200 farþegar, flestir Bretar, og 520 í áhöfn. Skipið er smíðað í Finnlandi, er í eigu P&O Cruises og er skráð í Bermúda. Artemis heimsótti okkur síðast árið 2006. Skipið er að koma frá Reykjavík og fer næst til Akureyrar. Þaðan er förinni heitið í Álasund í Noregi.