Í dag og næstu daga munu götur og bílastæði í Grundarfjarðarbæ verða máluð. Íbúar og aðrir vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna málurunum tillitssemi við vinnu þeirra. Vonast er til þess að ekki verði truflun fyrir umferðina á meðan þetta stendur yfir.