Í Grundarfjarðarhöfn var slegið enn eitt aflametið í júní, en þá var landað 1402 tonnum, m.v. 1099 tonn í júní í fyrra, 538 tonn í júní 2003 og 1280 tonn í júní 2002.
Fyrstu sex mánuði ársins hefur verið landað tæpum 12.954 tonnum í Grundarfjarðarhöfn. Á sama tíma í fyrra höfðu rúm 8.437 tonn borist á land. Aukningin milli ára (á sama tímabili) er því 53,5%.