Á þriðjudaginn var haldið foreldramót í fótbolta og var gaman að sjá hve margir skráðu sig til leiks eða um 40 manns. Foreldrar sýndu glæsileg tilþrif og sýndu krökkunum hvað í þeim býr, og krakkarnir stóðu sig vel í hlutverki þjálfara og dómara og hvöttu sín lið áfram. Lið Liverpool bar sigur úr býtum í ár og má því búast við harðri keppni í næsta móti
Grundarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í skólaakstur grunnskólabarna úr dreifbýli Eyrarsveitar fyrir næstu þrjú skólaár.
Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstofu að Grundargötu 30 í Grundarfirði og einnig er hægt að nálgast þau hér.
Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 19. ágúst kl. 11:00.
Áður en farið var á pæjumótið um síðustu helgi fengu keppendur og fararstjórar afhenta boli með áletruninni Pæjurnar frá Grundó. Þessir bolir vöktu mikla athygli á mótinu og voru stelpurnar oft stopaðar og spurðar út í bolina. Það var fyrirtækið Soffanías Cecilsson sem gaf bolina.
Strákarnir töpuðu 4-3 gegn BÍ í dag, Brynjar skoraði öll okkar mörk.
Strákarnir voru ekki að spila sinn besta leik í 53 mínútur af 70, en loksins hrukku þeir í gang og skoruðu 3 mörk á 9 mínútum og munaði minnstu að þeir næðu að jafna leikinn. Gaman var að sjá hvað margir mættu að horfa á leikinn í sólinni í dag.
Harðbakur EA 3 kom til hafnar í Grundarfirði í morgun og landaði 120 t af fiski. Þar af fóru 80 tonn af karfa í vinnslu hjá Guðmundi Runólfssyni hf. Harðbakur mun væntanlega landa aftur í næstu viku karfa til vinnslu hjá Guðm.Runólfssyni hf. Harðbakur er í eigu Brims hf.
Grundarfjarðarbær auglýsir til sölu raðhús að Sæbóli 37. Fasteignin er 172,9 fm alls, þar af bílskúr sem er 29,3 fm. Húsið er í 3ja húsa lengju, steinsteypt, 4ra herbergja.
Hægt er að gerast áskrifandi að fréttum sem birtast hér á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar. Undir hverjum flokki hér að ofan eru fréttasíður. T.d. er hægt að velja að fá aðeins tilkynningu senda í tölvupósti þegar fréttir breytast á íþróttasíðunni. Þeir sem hafa áhuga á almennum fréttum skrá sig á póstlistann undir "Stjórnsýsla".
Árlegt foreldramót í fótbolta verður haldið 10.ágúst kl 19:00.
Fyrirkomulagið er þannig að foreldrar/áhugamenn mæta og greiða 500 kr fyrir þátttökuna. Nöfn allra þátttakenda eru síðan sett í húfuna hans Elvars, síðan er dregið í lið og spilaðir nokkrir fótboltaleikir og er aðalspennan hvort að Liverpool aðdáendur lendi nú í Arsenal eða Manchester United.
Í dag hófst námskeið fyrir kennarar Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem nýjar aðferðir í kennsluháttum verða þjálfaðar. Kennarar á námskeiðinu eru þær Lára Stefánsdóttir frá Þekkingu hf. og Þórunn Óskarsdóttir, framhaldsskólakennari.