Dagskrá - Á góðri stund

Spurst hefur verið fyrir um þá ákvörðun að bjóða dagskrá hátíðarinnar til sölu í stað ókeypis dreifingar eins og áður.   Þegar staðið er fyrir hátið sem þessari fellur ýmiss kostnaður til. Tekna þarf að afla með stykjum frá sveitarfélaginu, fyrirtækjum, álagningu á aðgöngumiða viðburða og beint frá gestum með sölu á vöru og þjónustu.   Bæjarbúar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum við fjármögnun hátíðarinnar með því að taka vel á móti ungu sölufólki frá sunddeild Ungmennafélagsins og styðja í leiðinni þeirra starf með kaupum á dagskrá hátíðarinnar.   Eyþór Björnsson bæjarstjóri  

Bókasafn Grundarfjarðar 80 ára

Í tilefni af áttatíu ára afmæli Bókasafns Grundarfjarðar er gestum hátíðarinnar Á góðri stund velkomið að skoða safnið föstudaginn 25. júlí n.k. Kynna sér sögu þess og skoða útsýnið af svölum hússins sem sagt er vera eitt hið fegursta úr nokkru húsi í Grundarfirði. Ennfremur mun Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla taka við munum úr búi sr. Jens Hjaltalín til varðveislu. Athöfnin hefst kl. 15:00. 

Hreinsunarátak

Nú fer í hönd hátíðin ,,Á góðri stund í Grundarfirði” og eru því bæjarbúar hvattir til þess að taka til á lóðum sínum og koma rusli til gámastöðvarinnar. Helgina 19. og 20. júlí verður gámastöðin með lengri opnunartíma.   Laugardagurinn 19. júlí verður opið frá 10:00 til 17:00 Sunnudagurinn 20. júlí  verður opið frá 13:00 til 17:00   Eigendur númerslausra eða umhirðulausra bíla eru beðnir um að fjarlægja þá hið fyrsta svo ekki þurfi að koma til frekari aðgerða.   Notum þetta tækifæri til að taka til í kringum okkur!  

45. Stjórnarfundur

45. stjórnarfundar Eyrbyggja 9. júlí 2003  kl 20:00 Malarási 10 Reykjavík.   Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Þór Pálsson, Hermann Jóhannesson, Orri Árnason.  

Starfsmaður vikunnar í áhaldahúsi

Starfsmaður vikunnar að þessu sinni, valin af samstarfsmönnum, er Hulda Magnúsdóttir. Hulda er 18 ára gömul og er nemandi í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi.   Við þökkum Huldu fyrir vel unnin störf og óskum henni til hamingju með titilinn!!    

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn á morgun, 8. júlí

Skemmtiferðaskipið Ocean Monarc kemur til hafnar hér í Grundarfirði á morgun. Þetta er fyrri koma skipsins, en það kemur aftur föstudaginn 25.júlí, við upphaf hátíðarinnar ,,Á góðri stund í Grundarfirði”. Skipið er mjög stórt og getur því ekki lagst upp að bryggju og því verða farþegar þess ferjaðir í land. Stoppið verður frekar stutt, en áætlaður komutími er kl. 08:00 og brottför kl. 13:30.   Sjá frekari upplýsingar um komur skemmtiferðaskipa í sumar hér  

Sumarafleysing

Jökull Helgason skipulags- og byggingafulltrúi verður í sumarfríi 7. júlí – 5. ágúst. Sindri Sigurjónsson leysir Jökul af á þeim tíma. Hægt er að ná í Sindra í síma 438 6630 eða 690 4343. Úttektir og eftirlit með byggingaframkvæmdum mun á þessu tímabili vera í höndum Dagbjarts Harðarsonar sem er í síma 863 4525.  

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn á morgun, 3. júlí.

Á morgun 3. júlí kemur til Grundarfjarðarhafnar farþegaskipið Paloma. Skipið er frá Þýskalandi og er meðal tveggja stærstu skipanna sem koma til Grundarfjarðar í sumar. Farþegar skipsins eru um 310. Skipið staldrar stutt við, kemur kl. 08:00 og fer kl. 14:00.   Við komu skipsins mæta leikskólabörn niður á höfn og syngja nokkur lög. Kynningarbás verður á staðnum, þar sem farþegar og áhöfn geta fengið upplýsingar um það sem bærinn býður upp á. Áður en skipið siglir úr höfn verða tónlistaratriði á hafnarsvæðinu auk þess sem konur mæta í íslenska þjóðbúningnum. Grundfirðingar eru hvattir til þess að taka vel á móti fólkinu og vera bæ sínum til sóma.   Fyrir okkur sem verður ekki boðið um borð má sjá myndir og ýmsar upplýsingar um skipið á slóðinni http://www.hansatouristik.de Í valmynd til vinstri á síðunni er smellt á “Die Shiffe” og svo “MS Paloma” á valmyndinni sem þá birtist.