- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
|
|
Hluti bókunar SSV: Í nýjum hagvísi SSV um opinber störf kemur fram að þau eru hlutfallslega hvergi færri en á Vesturlandi. Það skiptir mikil máli að opinber þjónusta ríkisins sé með þeim hætti að hægt sé að veita íbúum allra landshluta góða þjónustu og opinberar stofnanir og fyrirtæki í opinberri eigu hafi þann mannauð sem til þarf. Jafnframt er afar mikilvægt að ríkið dreifi starfsemi sinni um landið og treysti með þeim hætti atvinnulíf um allt land. Með því móti er stuðlað að fjölbreyttara atvinnulífi sem og atvinnumöguleikum kvenna og ungs og menntaðs fólks. Stjórn SSV leggur á það þunga áherslu að nú þegar móti stjórnvöld skýra stefnu um staðsetningu opinberra starfa á landsbyggðinni og þar verði sérstaklega horft til svæða þar sem opinberum störfum hefur fækkað undanfarin ár og þau eru hlutfallslega færri en í öðrum landshlutum.“
|