- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á 241. fundi sínum, fimmtudaginn 10. september 2020, samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samhljóða eftirfarandi ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi:
Umferð um Snæfellsnes hefur aukist gríðarlega á síðustu árum eða um 50-100% á nokkrum fjölförnum stöðum á þjóðvegi 54 og 56 milli áranna 2012 og 2018.
Hér má sjá umferðartölur inná korti Vegagerðarinnar: http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/umferdartolur-a-korti/
Hér má sjá þróun yfir lengra tímabil: http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/umferdin/umfthjodvegum/
Og hér má sjá nokkra lykilstaði á Snæfellsnesi: http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/umferdin/tolfrumferdar/
Hér má sjá úttekt sem gerð var 2018 fyrir SSV á umferðaröryggi vega á Vesturlandi.