Alþjóðlegi slökkviliðsmannadagurinn

Í dag 4. maí er alþjóðlegi slökkviliðsmannadagurinn og óskum við öllum slökkviliðsmönnum til hamingju með hann.

Slökkvilið Grundarfjarðar fór í menningarferð í apríl sl. og skoðaði Slökkvistöðina á Selfossi. Þeir enduðu svo á að fara út að borða og á Skonrokk tónleika. 

Slökkviliðið okkar er vel menntað, hátt hlutfall hefur sótt námskeið og fengið réttindi. Hluti af slökkviliðinu byrjaði í haust á að taka námskeiðið Slökkviliðsmaður 1 og 2,  kláruðu það fyrir áramót og byrjuðu svo í Slökkviliðsmanni 3 og 4 eftir áramót og klára það næsta haust. Þrír úr liðinu fóru á Þjálfunarstjóranámskeið í Borgarnesi í byrjun apríl. 

Stærsti bruninn í mörg ár var í byrjun mars sl. og brást slökkviliðið hér við honum ásamt liðinu úr Snæfellsbæ, en slökkviliðin á Snæfellsnesi hafa með sér samstarf um gagnkvæma aðstoð.  Mjög erfitt var að ráða við eldinn og tók nokkra tíma að ná tökum á honum með aðstoð tækja. Nánar um brunann hér.

 

Myndir og upplýsingar um starf Slökkviliðs Grundarfjarðar má nálgast hér á Facebook síðu liðsins