Slökkviliðsmenn á námskeiði um helgina.

 

Í dag 4. maí er alþjóðlegi slökkviliðsmannadagurinn og óskum við öllum slökkviliðsmönnum til hamingju með hann. Hluti af Slökkviliði Grundarfjarðar var á námskeiði í reykköfun um helgina ásamt hluta af Slökkviliði Búðardals, kennt var 2 daga í Grundarfirði og 1 dag í Búðardal. Grundfirðingurinn Gústav Alex Gústavsson og  Birgir Þór Guðmundsson voru kennarar á námskeiðinu, og tókst mjög vel til. 

Myndir af námskeiðinu má nálgast á Facebook síðu Slökkviliðs Grundarfjarðar hér.

 

Innilega til hamingju með daginn Slökkvilið Grundarfjarðar og aðrir slökkviliðsmenn.