- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Egill, Andri og Heiðdís |
Í vikublaðinu Þey í morgun birtist frétt um álaveiðimenn í Hönnugili. Veiðimennirnir voru tveir, þeir Egill Jónsson og Andri Ottó Kristinsson, og þeim til halds og trausts var systir Andra, Heiðdís Lind Kristinsdóttir. Veiðimönnunum var mikið í mun um að rétt væri farið með fréttir af atburðinum enda stoltir af fangi sínu.
Það merkilega er að eina leiðin fyrir álinn frá sjónum í pollinn er annaðhvort um holræsa- eða gatnakerfi bæjarins.