- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar í síðustu viku var rætt um tíð straumrof og bilanir í flutningskerfi raforku á svæðinu. Í ályktun frá fundinum lætur bæjarráð í ljósi þungar áhyggjur af afhendingaröryggi rafmagns í Grundarfirði. Bæjarráð Grundarfjarðar mun taka málið upp á fundi með forsvarsmönnum Rarik og Landsnets í dag, 2. september.
Frétt á vef Skessuhorns 2. september 2009.