Samningaviðræður milli BSRB og samningarnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa ekki skilað árangri. Boðuð verkföll hófust því á miðnætti, aðfararnótt mánudags 5. júní á eftirfarandi starfsstöðvum Grundarfjarðarbæjar og standa sem hér segir, nema samningar náist fyrr:
- Íþróttahús, sundlaug: frá 5. júní 2023, ótímabundið.
Sundlaug og íþróttahús verða því lokuð ótímbundið frá og með 5. júní.
Hægt er þó að ná í íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna forsvars fyrir mannvirkin.
- Leikskólinn Sólvellir: frá 5. júní til loka miðvikudags 5. júlí, hjá starfsfólki í Kili, stéttarfélagi.
Starfsemi leikskólans er verulega skert og hafa foreldrar barna fengið tilkynningar um starfsemina næstu daga.
- Bæjarskrifstofur/ráðhús: frá 5. júní til loka miðvikudags 5. júlí, v. starfsfólks Kjalar, sem ekki er undanþegið verkfallsheimild.
Ráðhúsið verður opið, en starfsemi er takmörkuð við það starfsfólk sem verður ekki í verkfalli, sem eru bæjarstjóri, skrifstofustjóri og launa- og innheimtufulltrúi.
Af um 85 starfsmönnum bæjarins eru um 40 starfsmenn í BSRB og af þeim eru 17 í verkfalli skv. ofangreindu eða um 20% starfsmanna bæjarins.