- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Áheitahlaup í samstarfi.
Í knattspyrnunni meðal iðkenda í frá 7. flokki og upp í 3 flokk, bæði í stráka og stelpnaflokkum, er í gangi á Snæfellsnesi samstarf um þjálfun. Samstarfið nær til krakka sem búa í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Samstarf þetta hófst á síðasta ári og þótti ganga það vel að ákveðið var að halda því áfram. Þjálfun liða fer fram á hverjum stað en einnig sameiginlega.
fréttatilkynning á vef Stykkishólmspóstsins
Sameiginleg lið þessara byggðarlaga taka síðan þátt í mótum út á við. Þann 1. apríl var síðan haldið í hlaup frá Ólafsvík í gegnum Grundarfjörð og inn í Stykkishólm. Merkilegt nokk þá var þetta ekki aprílgabb heldur fúlasta alvara fyrir hlaupið höfðu fótboltakrakkarnir gengið í hús og fyrirtæki og safnað áheitum fyrir þetta hlaup. Að sögn forsvarsmanna og skipuleggjenda hlaupsins gekk söfnun áheita mjög vel og vilja þeir koma þakklæti á framfæri fyrir góðar móttökur hjá einstaklingum sem fyrirtækjum. Sömuleiðis þakka þeir foreldrum fyrir aðstoð og skólayfirvöldum í Grundarfirði og Snæfellsbæ fyrir að gefa börnunum frí til þess að taka þátt í hlaupinu. Þegar komið var í Stykkishólm kl. 18.10 var tekið á móti krökkunum með kostum og kynjum Nesbrauð bauð upp á pitsusnúða og Bónus upp á safa til að skola snúðunum niður. Hlaupið tók tæplega 6 og ½ tíma því lagt var af stað úr Ólafsvík 15 mínútum fyrir 12 á hádegi þann 1. apríl. <br